sunnudagur, mars 02, 2008

Það er svo mikið í gangi í hausnum á mér stundum að ég sef varla. Rifjast upp fyrir mér endalaust af minningum og endalaust af hlutum sem mig langar að gera og langar að taka mér fyrir hendur. Þegar ég verð stór. Mig langar að fara til Suður-Afríku, mig langar í saumavél og læra að sauma mér kjóla. Svo þegar ég verð orðin stór ætla ég að eig kjólasafn og vera alltaf í nýjum fínum kjól. Mig langar að knúsa stelpurnar mínar í Reykjavík. Allar. Ég þarf ekkert að verða stór til þess. Mig langar sérlega mikið til að nota nýju fínu matreiðslubókina sem ég fékk senda á föstudaginn og mig langar að kúra mikið. Mig langar að ég fái áfram 8+ í öllum prófunum mínum og mig langar að Eva og Hædí komi til mín næstu helgi. Mig langar að Alma og Sigrún komi heim frá útlöndum og mig langar í pottapartý. Mig langar í sítt hár og mig langar í sleik.




Það er svo margt sem er gaman, það er gaman að dansa, syngja, hlæja og tala. Læra og lifa. Keyra og borða ís. Eiga hádegisstund með góða fólkinu. Hversdagslegu hlutirnir skipta máli. Bara að hittast heima yfir kaffibolla í hádeginu og vita það að allir hafi það gott. Símtal við mömmu þar sem við hlæjum og gerum grín, segir að allir séu glaðir. Að vakna og það snjóar og bjart og fallegt. Lítil skilaboð frá vinkonum sem innihalda eitthvað sem maður tekur sér í hjartastað. Að fá bréf frá gamalli bekkjarsystur síðan á Möltu, mörgum árum síðar. Skilaboð frá börnum úr sumarbúðum sem mig grunaði ekki að ég hefði náð að snerta hjartað í. Lítil orð, litlar hreyfingar, litlar snertingar. Eitt kertaljós, smá hljóð, lítil tónlist, mikil tónlist, eitt augnarráð. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, var það ekki svoleiðis? Ég er eitthvað kærleiksrík þessa dagana. Ég met umhverfið og fólkið í kringum mig sérlega mikils. Ég hef það svo gott.
Lovjú