miðvikudagur, júní 11, 2008

Kaffitími á B-3…
“…sáuð þið gaurinn þarna í þættinum sem var… æji muniðið.. hann vissi ekki neitt, svo var hann líka örugglega hommi…”
“…nei það er svoleiðis, þú matt gera hvað sem er við eigin líkama, þú mátt selja þig en ekki kaupa vændi og svo held ég að það megi ekki vera 3 aðili, so lets do it…”
“…iss þið yrðuð allar keyptar á undan mér ef við færum niðrá torg, ég er orðin svo gömul…”
“…láttu ekki svona þeir myndu örugglega kaupa þig líka, menn hafa mismunandi smekk á konum…”

Kominn tími, Hilda brjáluð svo ég þarf að skrifa hluti. Mig langar það samt lítið. Einhvernveginn er blogg-andinn ekki yfir mér þessa dagana. Ég er reyndar búin að skrifa margar greinar en þær eru á vel geymdum stað í tölvunni og verða kannski birtar annars staðar.. síðar.. En það er ævintýri sem kemur betur í ljós síðar. En draumatækifæri samt sem áður.

Það eru ákveðnir hlutir sem ég er með í huga. Sem mig hefur alltaf langað til að gera. Kannski ég láti bara verða af því. Ég sé til samt. Kemur í ljós.

Það er svo margt spennandi og skemmtilegt að gerast í kringum mig, veðrið er frábært (ég skrifaði fyrst verðið er frábært… en það getur ekki staðist), Reykjavík er æði, vinnan er fín og ekki skemma brjálæðislega fyndnir kaffi- og hádegistímar fyrir þar sem reynt er að ráða lífsgátuna. Það er svolítið fyndið að vera hérna samt og ekki í sveitinni minni. Merkilegt samt hvað ég finn lítið fyrir því. Ég bjóst alveg eins við því að þjást af fráhvarfseinkennum og vera stanslaust að hringja og spyrja hvernig hitt og þetta væri og hvað væri að frétta og svo framvegis. En… mér er eiginlega bara alveg sama, ég er að gera svo miklu skemmtilegri hluti.

Ég las blogg um daginn hjá þingmanni. Kvenþingmanni þar sem hún skrifaði um Sex and the city bíómyndina, grunnhyggið kvenfólk og grunnhyggnar hugsanir og yfirborðskenndina sem fyllti myndina. Þessi kona er sú eina sem ég hef heyrt tala um þetta. Ég sjálf fór á myndina og tók tilfinningaskallann allan, í orðsins fyllstu merkingu. Mömmu fannst stórkostlega skemmtilegt og gamla konan ljómar þegar hún talar um myndina. Myndin um 4 ólíkar konur sem eru að gera algjörlega ólíka hluti inniheldur bara staðreyndir um líf kvenna. Kannski ástarlíf kvenna. Svona er þetta bara. Má vera að þessari konu sem skrifaði þetta blogg um grunnhyggna kvenfólkið finnist hún vera það intellectual manneskja að hún hafi ekki þessar tilfinningar og tilfinningar séu bara drasl sem er ekki takandi mark á. Það er orðið svolítið þannig í þessu samfélagi, bara harka af sér og ýta sér áfram í gegnum allt, no matter what.

Tilfinningar hvað?

Mér hefði fundist sárt ef ég hefði komið út af Sex and the city myndinni án þess að hafa upplifað eina einustu tilfinningu, þessir þættir og þessir bíómynd eru náttúrulega bara snilld. 90% kvenna finna sig örugglega pottþétt í einhverju af því sem þessar ágætu vinkonur hafa fram að færa. Pottþétt. 10% kannski ekki, en það er líka bara allt í lagi.
Ég er hins vegar glöð að ég fór, ég hló, ég grét smá, ég var glöð og ég var sár, en ég fékk svör. Ekki bara svör við ráðgátum vinkennanna heldur skildi ég sjálf margt sem ég er að upplifa eða hef upplifað. Æji þetta er kannski stupid og grunnhyggið… en hey, svona eru bara mínar tilfinningar.

ever thine,
ever mine,
ever ours.