fimmtudagur, desember 11, 2008

Sit ég ein og sauma,
inní litlu húsi,
enginn kemur að sjá mig,
nema litla músin...

11. desember í dag, ég er búin að bíða eftir 11. desember í meira en mánuð, æsispennt að bíða og bíða og bíða eftir að þessi dagur renni upp. Klára prófin og komast suður. Komast heim til Reykjavíkur og knúsa allt fólkið mitt. Benna minn, Mömmu og Ástríði, Mörtu og Gullglyðrurnar. En nei nei. Vegna þess að þegar ég ætla í flugferð og sérstaklega ef ég hlakka til að fara í flugferð, þá er alltaf stormur.

Hvernig stendur á því að einhvernveginn er maður alltaf veðurtepptur þegar manni langar ekki neitt að vera veðurtepptur...

Annars er takmarkað að frétta. Ég á ennþá heima á Akureyri, ég er ennþá í sama náminu, Benni er ennþá besti kærastinn minn, ég er ekki farin á hausinn og ég er ennþá dauðfegin að eiga ekki neitt.

... hoppaðu upp og lokaðu augunum,
bentu í austur
bentu í vestur
bentu á þann sem að þér þykur bestur.