þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Dagur dauðans.....
Það er náttúrulega ekkert eðlilega leiðinlegt að vera veik heima... Ég svaf nákvæmlega ekki neitt í nótt, lá bara í rúminu mínu og augun vildu ekki lokast. Var orðin veik í bíóinu í gær og mamma eiginlega bannaði mér að fara í skólann. Svo sem fínt að sleppa við einn dag, en samt ekki eins og það sé eitthvað frí... jæja... ég er hætt að kvarta... látum okkur nú sjá hvað er búið að gerast í dag...
Jú ég vaknaði klukkan hálf þrjú með þá óstjórnlegu löngun til þess að hreinskrifa glósurnar mínar inn í tölvuna. Fór og fann einhverjar glósur síðan í september og byrjaði að pikka þær inn... kræst, ég veit ekki alveg hvað ég var að pæla því þetta er sennilega það tilgangslausasta sem ég hef gert í lengri tíma, enda hætti ég fljótt því þetta var svo ógeðslega leiðinlegt.... Þá fór ég að hugsa... hvað gerir maður þegar maður er heima veikur... og komst að því að vídjóið væri sennilega gáfulegast. Svo ég ákvað að fara og skella í Robert Redford og Michelle Pfeiffer svona svo það væri nú eitthvað í tækinu. Haldiðið að síminn hafi svo ekki hringt. Það var einhver kona að biðja mig sem sagt um að taka þátt í einhverri könnun á bóluefni gegn leghálsrabbameini. Ég sagði já já en spurði samt hvað það væri sem ég þyrfti að gera til þess að taka þátt. Hún sagði mér að ég þyrfti bara að uppfylla nokkur skilyrði sem voru sem sagt: ég mátti ekki vera hrein mey, ekki hafa sofið hjá fleiri gaurum en fjórum, ekki hafa fengið kynfæravörtur og ég má ekki verða ólétt næstu sjö mánuði... Hummm... ég barasta uppfyllti allar þessar kröfur svo ég sagði að hún mætti merkja við mig og þau ætla að hafa samband í næstu viku.
Frábært hár....
Ætla að fara að horfa á Buffy og halda áfram að vorkenna sjálfri mér...
may the force be with you...

-Þurí