Dagur Íslands....
Mikill gleðidagur þar sem ég fór loksins aftur í skólann eftir alveg tveggja daga fjarveru. Vaknaði klukkan hálf átta og fór í sturtu og sótti svo Evu, við fórum í skólann, sem var ágætt, en ég nenni ekki að skrifa um það. Það er allt hægt að lesa á síðu 5-A.
Ákváðum svo að fara á Mokka að læra fyrir þetta blessaða stærðfræðipróf sem er á morgun, en það varð víst lítið úr því svo við drifum okkur heim til þess að ná guiding svona áður en við áttum að mæta í frönsku. Franska var auðvitað ekkert nema stuð´. Svo fór ég heim og bakaði pizzu handa mér í kvöldmatinn og svo í nesti á morgun. Horfði svo á Bachelor, sem ég tel mjög menningarlegan hátt... (hvað er eiginlega að mér í dag...) og er svo barasta komin hingað í tölvuna.
Þess má geta að hann Stefán okkar vann söngvakeppnina í VMA í kvöld. Reyndar er ég ekki alveg með á hreinu hvaða lag hann söng og ég er ekki heldur búin að óska honum til hamingju (hvernig vinkona er ég eiginlega???) en ég geri það á morgun og fær þá vonandi að vita meira um þetta.
Ég sakna Halldóru minnar og Stefáns míns.. vona að ég fái að sjá ykkur fljótlega krakkar mínir.... en núna er um að gera að fara að sofa því ég er orðin ógeðselga þreytt, erfiður dagur sjáiði til....
góða nótt,
Þurí
Mikill gleðidagur þar sem ég fór loksins aftur í skólann eftir alveg tveggja daga fjarveru. Vaknaði klukkan hálf átta og fór í sturtu og sótti svo Evu, við fórum í skólann, sem var ágætt, en ég nenni ekki að skrifa um það. Það er allt hægt að lesa á síðu 5-A.
Ákváðum svo að fara á Mokka að læra fyrir þetta blessaða stærðfræðipróf sem er á morgun, en það varð víst lítið úr því svo við drifum okkur heim til þess að ná guiding svona áður en við áttum að mæta í frönsku. Franska var auðvitað ekkert nema stuð´. Svo fór ég heim og bakaði pizzu handa mér í kvöldmatinn og svo í nesti á morgun. Horfði svo á Bachelor, sem ég tel mjög menningarlegan hátt... (hvað er eiginlega að mér í dag...) og er svo barasta komin hingað í tölvuna.
Þess má geta að hann Stefán okkar vann söngvakeppnina í VMA í kvöld. Reyndar er ég ekki alveg með á hreinu hvaða lag hann söng og ég er ekki heldur búin að óska honum til hamingju (hvernig vinkona er ég eiginlega???) en ég geri það á morgun og fær þá vonandi að vita meira um þetta.
Ég sakna Halldóru minnar og Stefáns míns.. vona að ég fái að sjá ykkur fljótlega krakkar mínir.... en núna er um að gera að fara að sofa því ég er orðin ógeðselga þreytt, erfiður dagur sjáiði til....
góða nótt,
Þurí
<< Home