fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Gott kvöld!

Fimmtudagur, er yndislegur dagur, sérstaklega þar sem helmingurinn af kennurunum ákvað að vera ekki í skólanum í dag, eða bara ekki nenna að kenna okkur. Það var dagurinn í skólanum í hnotskurn. Hann lýsti sér svona: gat, tími, gat, tími, gat, hádegishlé, tími, 1/2 tími, gat, gat.... þetta var sem sagt mjög ineresting útlisting á skóladeginum.

Ég fór svo til afa og hann keyrði mig á verkstæðið til þess að sækja Mikka litla, sem er orðinn fínn og sætur og kominn með rauðann ´04 miða. Fór svo heim og fékk mér að borða og las blöðin og svona. Skundaði í píanótíma með undarlegu gaurunum. Þeir eru í alvöru í meira lagi skrítnir... sérstaklega stóri fiðlugaurinn sem er bara með níu putta... (ég hef allavega ekki séð fleiri putta sko...).Allavega... Eva kom til mín og við horfðum á guiding... hætt að vera svo rosalega spennandi eftir að allt kosmt upp með Alexöndru og Nick... fórum svo í frönsku og skemmtum okkur þar mjög vel, þar sem leiðinlega tíkin og ljóta eiginkonan voru ekki í tímanum. En okkur til mikillar mæðu var foxý eiginmaðurinn ekki heldur... en annars lærðum við held ég eitthvað sko...

Var að klára að horfa á Bachelor (ekki kíkja á síðuna ef þið viljið ekki vita hverja hann valdi...)og OMG... ég er reyndar farin að halda að Helene vinni... held að hann sé svoldið mikinn skotinn í henni.. en vá hvað Gwen tók þessu líka öllu rólega... hún er þá kannski ekki alveg eins veruleikafyrrt og allar hinar gellurnar.

En núna er klukkan orðin margt og ég ætla að fara að sofa út í hænsnakofa... eða eitthvað....

ciao...
-Þurí