mánudagur, febrúar 17, 2003

Ja hérna hér...

Þetta er að koma allt saman. Búin að læra að logga mig inn og ég held að ég geti munað passwordið. Þá er þetta bara ágætt held ég. Sit hérna uppi, heima í Laxakvísl og á að vera að lesa um Samveldi sjálfstæðra ríkja en ég held að það megi nú alveg bíða örlítið. Í staðinn ætla ég að segja frá deginum í dag.

Vöknuðum hressar og kátar í morgun. Reyndar hringdi Eva í mig klukkan um korter í sjö og ég held að hún hafi verið með það í huga að skrópa í svona eins og fyrstu tveim tímunum, en ég hélt nú ekki og druslaðist út í bíl (sem reyndar ætlaði ekki í gang) og barðist á móti vindinum heim til hennar. Hún var hress og við héldum galvaskar af stað í skólann. Þar beið okkar ekkert nema gleðin og hamingjan. Kennararnir sögðust ekki hafa séð eins góða mætingu hjá okkur síðan e-h tímann í haust svo það jók á gleðina. Í hádeginu ákváðum við að kíkja á NK (NB ekki blue) og fá okkur kaffi ásamt nokkrum úr bekknum. Sá hálftími var nú helvíti fljótur að líða. Þetta er sko ekki hádegishlé heldur smádegishlé. Skólinn aftur og enn tók gleðin völd. Markaðsfræði og stærðfræði og ég komst að því að mér finnst stærðfræði stórskemmtilegt fag (allavega þetta sem við erum að læra) og ég hlakka barasta til að fara að gera heimavinnuna. Svo var verklegur eðlisfræðitími þar sem við gerðum tilraun á viðbragði og þar koma í ljós að Eva er mjög viðbragðs sein (híhíhí)

Skólinn búinn og alvaran tók við. Ákváðum að gera krúsídúllunni okkar glaðan dag og sóttum hana í skólann. Þá hringdi vinkona Evu og við skelltum okkur allar á brennsluna þar sem franskar og kók voru aðal skemmtunin okkar. Við stoppuðum stutt í þetta skiptið og þegar við vorum að fara að borga komum við auga á stöðumælavörð þar sem hann arkaði í hægðum sínum að Mikka litla. En Eva þaut út og uppí bíl og bjargaði okkur frá því að borga 1500 kallinn sem við eigum ekki til. Keyrðum heim eins hratt og við þorðum fyrir rigningu og roki til þess að ná Guiding... það er svo hrikalega spennandi þessa dagana sjáiði til...Ég ætla í bíó á eftir, og ég vona að Eva komi með...

stay tuned for scenes from new years....

-Þurí