þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Love like you´ve never been hurt.....

Yndislegur dagur, þurfti ekki að vakna fyrr en 10. YNDISLEGT í einu orði sagt. Ég og Eva fórum auðvitað hressar í skólann á Mikka litla sem er reyndar ekkert rosa kúl þessa dagana með þennan ljóta græni skoðunarmiða á sér... Ég hel að bekkurinn sé í heild sinni að reyna sína fram á það að við getum ekki öll mætt í skólann marga daga í röð. Þessa dagana erum við fádæma fá og það er sennilega út af þessari frábæru mætingu á föstudaginn. ........................Vá hvað þetta var leim....

Það sem gerðist sem sagt merkilegt í dag var það að ég mætti í leikfimi og fór út að hlaupa. Frábær dagur það, þar sem mér er ennþá illt í lungunum og ég held að ég sé að fá svona undarlega verki um allan líkamann... ég held að það sé til eitthvað svona íþróttaorð yfir það... ekki alveg viss hvað það er þar sem ég var snemma útskúfuð úr íþróttasamfélaginu. Þeir sem ekki fatta þetta þá er ég ennþá rosalega bitur eftir að haga verið beðin um að mæta ekki í leikfimi í níunda og tíunda bekk.

Fór í frönsku og ég held alveg örugglega að ég hafi ekki lært nýtt í dag... eða það er að segja.. ég lærði ekki neitt betur það sem ég er búin að læra áður... vá hvað ég rugla mikið.

Ég og familliet fórum saman út að borða á Ítalíu áðan sem var ágætt, nema hvað þegar ég koma heim var Jay Leno í sjónvarpinu og hjá honum var Pamela Anderson. Ætli hún sé með sömu greindarvísitölu og gúrka? vá hvað hún virtist tóm í kollinum. Gella sem er ekki hægt að ræða við um neitt af fullri alvöru. Gjörsamlega tóm.

Ég hef ákveðið að grípa til örþrifaráða nú þegar ég á enga peninga og ákveðið að selja mig. Ég er virkilega farin að halda að það sé eina leiðin. Ég fór nefninlega að hugsa um þetta í dag þegar ég var að lesa Íslandsklukkuna. Magnús í Bræðratungu seldi nefninlegast konuna sína, Snæfríði Íslandssól, í þrjár nætur, fyrir einn dúnk af Brennivíni. Ekki slæm hugmynd hjá kallinum. Seinna ætlar hann að drepa hana með exi... karlmaður að mínu skapi ha.

Nú er ég gjörsamlega komin í ruglið svo ég held að ég verði að fara að sofa. Býð ykkur öllum góða nótt

-Þurí