þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Vúpaaa.... Jess, þetta tókst!
Ég er búin að vera að pirrast í tölvunni ég veit ekki hvað lengi, reyndi meirasegja Rússnesku aðferðina (lemja (ekki mjög fast) í hana nokkrum sinnum). En svo fattaði ég að það var ekki greyið tölvan sem var vandamálið... það var ég!!! Ég hreinlega á ekki samleið með tækni nútímans.
En þetta tókst á endanum... sjáum til hvort mér tekst að klúðra eitthverju áður en ég næ að posta þessu!

Já, ég fór nú ekki í skólann í dag :(
Það var samt allt Þurí að kenna. Hún fór ekki í skólann og hvernig átti ég þá að komast í skólann??? Labbandi... ? Strætó...? Uhh, NEI held ekki!

Það er nottla alveg fáránlegt að eiga ekki bíl! Ég er búin að reyna að koma því inn í hausinn á honum föður mínum lengi. En hann virðist ekki hafa neinn skilning á þjáningum mínum.
Ég er búin að reyna allt! Benda honum á það hvað það sé mikið öryggi í því að eiga bíl (kjaaaftæði) Meirasegja búin að nota gömlu aðferðina og segja "Allir eiga bíl, afhverju má ég ekki fá bíl" ... það er reyndar ekki svo fjarri sannleikanum. Ég er að segja þér það svona 90% af fólkinu í skólanum eiga bíl! (eða eiga mömmu og pabba sem eiga marga bíla og lána þeim einn)
Reyndar er þetta stundum svoldið fáránlegt, eins og ein stelpa sem var nýkomin með bílpróf, hún fékk lánaðan bílinn hjá pabba sínum í skólann. Og ekkert venjulegan bíl... heldur hvínandi nýjan Porsche sem hann hafði keypt nokkrum dögum áður!!! Ég ætla nú ekkert að vera að setja útá það hvernig annað fólk leggur (þar sem ég er margfaldur Íslandsmeistari í að leggja í stæði), en við skulum bara segja að hún hafi verið svona hálfum cm frá að rispa kaggann í tætlur... kvenfólk!!!

Já, ég sit semsagt bara hérna heima og er að velta því fyrir mér hvernig ég á að eyða deginum. Pínu samviskubit í gangi yfir að hafa ekki farið í skólann :(
Ég gæti nottla farið að læra... nah... það er örugglega e-h sniðugt í sjónvarpinu!

bleble
-Eva