miðvikudagur, mars 05, 2003

Góðan daginn og takk fyrir síðast!

Ég held að ég sé að verði slappasti bloggari á landi þessu. Búið að vera geðveikt mikið að gera hjá mér... eða bara ekki. Jújú...

sko á mánudaginn þá þurfti ég að fara með Ölmu á Ruby Tuesdays því ég átti pening og svo varð ég að horfa á sjónvarpið allt kvöldið þegar ég kom heim því það var Survivor og svo dead-zone og svo eitthvað sem ég man ekki alveg hvað er... jú Sopranos... full dagskrá sko, en þegar auglýsingarnar komu þá las ég Íslandsklukkuna. Nokkuð ánægð með það.

Svo á þriðjudaginn (í gær) þá nottla bara fór ég í skólann as usual og svo hitti ég Ölmu, Söru og vin hennir sem ég man ekki akveg hvað heitir en hann heitir eitthvað H og á heima í Fiskakvísl 5. Allavega þá átti Sara afmæli og við vorum að fagna því, því afmælisdagar eru jú alltaf gleðidagar. Skutlaðist svo í frönsku þar sem við Eva lærðum að segja ´taktu mig´ á frönsku en það er víst ´tiens moi´. Við lærðum líka að segja klæddu þig úr fötunum, en ég man ekki alveg hvernig maður átti að segja það. Heyrðu það er bara kominn kvöldmatur... ætluðum að borða hjá Huldu frænku. En þegar ég kom þangað var allt slökkt og læst svo ég þurfti að bíða úti í kuldanum þangað til þau komu heim. Þau komu allavega á endanum og við fengum saltkjöt og baunir... namm... svo fórum ég og Eva að gera fyrirlestur um inngöngu Póllans í ESB. Pólland er annars mjög merkilegt land og mér finnst að allir ættu að kynna sér það betur.

Ja hérna hér... miðvikudagur.

Ég var búin í skólanum klukkan tvö. Fór þá í bakaríið og vídjóleiguna og lagðist upp í sófa og ætlaði að horfa á Kurt&Courtney, en þá hringdi Þorgerður frænska og spurði hvort ég nennti á kaffó með henni og auðvitað nennti ég því... ég meina hvenær nennir maður ekki á kaffó??? Þetta er einsog að segja... hvenær nennir maður ekki á Ruby Tuesdays.... alllavega... fór og hitti hana og svo var mér og mömmu boðið í mat til Karinar og Ölmu. That was grrreeett..... kom heim... horfði á Kurt&Courtney og law and order og núna er ég að fara að sofa.

Góða nótt og sofiði rótt í alla nótt

kv.
-Þurí