mánudagur, mars 31, 2003

Vildi bara deila einu með ykkur.
Var semsagt að hlusta á fréttirnar áðan (mín er svo menningarleg sjáið til) Já og þar var verið að segja frá því að allir bandarískir landgönguliðar sem fóru til Írak fengu bók sem heitir "Soldiers Guide to Iraq"... það útaf fyrir sig er nottla MJÖG bandarískt og heimskulegt! Þar voru allskonar leiðbeiningar um það hvernig ætti að umgangast innfædda. Svona einsog "forðist að ræða trúarbrögð við innfædda" og "Reynið að horfast í augu við viðmælanda ykkar" Ekki nóg með það heldur stóð í henni "þú ættir aldrei að afþakka þegar innfæddir bjóða þér í kaffi eða te"... HALLÓ... Hvað er fokkin' málið!!???

Hassim:"nei... bleeetzaður herra soldier"
Soldier: "blettsaður herra Hassim. Hvað er títt? Hvernig hefur fjölskyldan þín það?"
Hassim:"tjah... þið sprengduð nú hausinn af syni mínum um daginn og konan mín liggur á sjúkrahúsinu með bara eina löpp og er í öndunarvél, þriggja ára dóttir mín er að svelta úr hugri... en hvað um það, má ekki bjóða þér í kaffi?"
Soldier: *remembers the Soldiers guide* Jútakk Hr.Hassim, endilega

Bandaríkjamenn eru nottla ekki alveg í lagi!!!!
... vildi bara benda ykkur á það

-Eva