sunnudagur, maí 11, 2003

Jájá... ég játa! Ég tek á mig allar sakagiftir um skemmdarverk á heimasíðu vorri og biðst hérmeð forláts á þeim óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir af þeim sökum.
Persónulega dreg ég þó tölvuskrattann til ábyrgðar á þessum hrakföllum og hvet foreldra mína eindregið til endurnýjunar á tölvuforða heimilisins. Þið hin getið líka lagt mér lið í þessum málum og lagt inn fjárhæðir að eigin vali inná bankareikning minn (323-26-10784) til að leggja mér lið við tölvukaup.
takk fyrir

Hvað finnst ykkur annars um úrslit kosniganna? Ég verð nú að segja að þetta lá nú heldur ljóst fyrir. Ég var heldur róleg í gær. Horfði bara á vídjó og skipti endrum og eins yfir á gufuna til að sjá nýjustu tölur. Ekkert sem kom á óvart þar. Nema kannski að Solla greyjið komst ekki inn. Æji... það falla nú ekki mörg tár yfír því! Kvensniftin hefur alltaf farið e-h í taugarnar á mér. Hvað er málið með allar þessar skræpóttu dragtir og risa samanbræddu málmhlutina (kallast víst skartgripir í daglegu tali) sem hún hengir í eyrun á sér, um hálsin á sér, í barminn á sér og hvar sem hún finnur pláss á líkama sínum. Ég hef aldrei skilið þessa áráttu fólks. Sjálf fæ ég mig fullsadda við það að skreyta jólatréð á Þorláksmessu og finn enga þörf til að skreyta sjálfa mig með jólakúlum og dinglumdangli næsta árið eða svo.

heyrðu... Bachelorette er að byrja... eins gott að missa ekki af því!

bleble
-Eva

p.s. Þar sem ég er svo mikill Birgittu fan... þá bara varð ég að koma þessari mynd á framfæri