mánudagur, febrúar 02, 2004

GOD! ég er svo mikill snillingur, þessi puttakrossun hefur snarvirkað hjá mér svo það virðist ekki vera þörf á því að einhver aumkvi sig yfir okkur og hjálpi okkur ósjálfbjarga kvenfólkinu með spurningamerkin...

Reyndar er annars ekkert svakalega mikið að frétta... við erum bara hressar í skólanum. Nemó er á fimmtudag og þá verður aldeilis tekið á því. Stefnan er að taka bara skandalinn á þetta og koma ónýtar heim seint á föstudagsmorgni.

Spurningin er hvort ég fari ekki bara beint úr partýinu og á flugvöllinn því ég er að fara NORÐUR! Jamms... ég kem, hlakka æðislega til að sjá alla (vá hvað þetta hljómaði eins og lína úr ungfú ísland, jæja, ég er nú svo sem að æfa mig fyrir hlutverkið :)

ÉG ÞOLI EKKI...
kellingar í umferðinni...

kv.
Þurí