mánudagur, febrúar 02, 2004

Ja minn sann!!! Detta mér allar dauðar lýs af höfði! Á dauða mínum átti ég von á, en ekki að við stöllur færum að taka upp bloggið á ný! Nú er bara að bíða og sjá hversu lengi við endumst í þessu... og hvenar mér tekst að skrúa upp templeitinu eða eitthverju öðru mikilvægu tölvuproffadóti!

Við erum algerlega búnar að gera ýmislegt sem væri í sjálfu sér í frásögur færandi, en vegna tímaskorts og sljógvunnar heilafruma af illskiljanlegum völdum verður ei rætt um það frekar á miðli þessum.
Það litla sem kemst að í heilum okkar þessa dagana er NEMÓ, sem er er í sjálfu sér alls ekki lítill viðburður! Og ekki nóg með það heldur síðasta Nemó sem við munum upplifa (þ.e.a.s. ef við föllum ekki í vor) Tilhlökkunin er í algleymingi og vesalings kennararnir okkar hafa endanlega gefist upp á að reyna að troða eitthverju inn í litlu sætu og vitlausu hausanna okkar.

ÉG ÞOLI EKKI...
Færeyjinga sem koma til Íslands til að reyna að slá í gegn

annars er gott að vera komin aftur
bleh
-Eva