mánudagur, mars 22, 2004

The dreams in wich I'm dying are the best I ever have...



Já... gleðin ætlar aldrei að enda! Þurí er búin að setja upp gestabók á þessa fallegustu síðu norðan Nílarfljóts. Ég hreinsa hendur mínar alfarið af uppbyggingu og fegrun á þessari síðu okkar! Hæfileikar mínir liggja bara á öðrum sviðum en í tölvuheiminum... t.d. læt ég mér fátt mannlegt óviðkomandi (varð bara að taka smá Fólk með Sirrý á þetta)

Annars er ég farin að óttast verulega um geðheilsu mína þessa dagana. Fékk mér smá fegurðarblund áðan þegar ég kom heim úr skólanum og dreymdi þennan líka magnaða draum um DNA... alveg í smáatriðum. Um alla basana og vetnistengin á milli þeirra og afritun og ummyndun í RNA, prótínmyndun o.s.frv... óstjórnlega spennandi alveg.

Búin að horfa á O.C. ... GOD! Það er algjörlega þátturINN þessa dagana. Leiðarljós er meirasegja búið að sitja á hakanum hjá mér undanfarnar vikur! Hversu sætur er Ryan eiginlega????????????

Einsog Þurí ritaði hér fyrr í dag er tónlistasmekkur okkar vinkvennana ekki uppá marga fiskana í augnablikinu. Það er eitthver gúrkutíð á útvarpsstöðvunum þannig að við erum búnar að þurfa að hlusta á MIX 91.9 og 94.3... það er ekkert gaman að hlusta á 94.3 því Þurí kann alla textanna utanað og syngur hærra en útvarpið kemst... þannig að ég heyri ekkert nema englarödd Þuríðar. Ó well!

Jæja... ég er að fara að fást við kennslu í erfðafræði, time is money kæra fólk... gleymið því ekki!
sæl að sinni
-Eva

ÉG ÞOLI EKKI...
... Mömmu hennar Marissu í O.C.... Beeyatch...