mánudagur, mars 29, 2004

Góða/slæma helgin mín...

Brandara helgin mikla ef svo má að orði komast. Kíkti út með stelpunum og einhverjum stelpustrákum á föstudag. Það var eiginlega algjör brandar, þar fóru fram allskyns samræður og mikið hvítvín. Kíktum á sólon og svona aðeins... en það var ENGINN í bænum. Fór samt ágætlega hress og ágætlega snemma heim enda ekkert betra að gera. Á laugardaginn þá fórum við Eva í bæinn og áttum bara 86 krónur og reyndum að gera allt sem við gátum fyrir peningin... en það var ekkert hægt að gera, við þurftum ekki einu sinni að borga í stöðumæli svo það var frekar ömurleg bæjarferð. En í staðinn upplifðum við mjög svo rómantíska stund í fjörunni.

Grillpartý hjá Andra laugardag... magnified, en seinna um nóttina þegar ég var komin heim.....

Ég renndi bílnum upp að húsinu og ákvað, ég veit ekki afhverju að skilja græna jakkann minn eftir í bílnum. Þegar ég kom út heyrði ég einhverjar raddir og var skíthrædd og hljóp inn... þegar hurðin var nýbúin að skellast í lás, þá heyrði ég að hurðin í forstofunni opnaðist og það komu einhverjir gaurar inn... ég varð ennþá hræddari og hljóp inn í íbúðina okkar og skellti hurðinni... inn í rúm og undir sæng og steinsofnaði. Ég var að minnsta kosti ekki hræddari en það.

Daginn eftir var búið að brjótast inn í bílinn minn, stela jakkanum mínum, disco fever geisladisknum og leikfimidótinu hennar Evu. Þjófurinn hefur samt verið eitthvað furðulegur því hann tók ökuskíteinið mitt og debetkortið úr jakkanum og skildi eftir. Hann gleymdi líka vettlingnum sínum og geisladiskahulstri sem innihélt um 30 geisladiska sem voru t.d. barnabros, lion king og svo framvegis.

eftir þessa miklu þrautagöngu er ég miklu taugaveiklaðri en áður. Ég er sko hrædd í myrkrinu... ég veit ég er aumingi, en mig vantar einhvern til að passa mig......

kv.
Þurí