þriðjudagur, mars 09, 2004

Jæja... ég er sem sagt Þurí templeit drottning...

er búnað vera að vinna í skólaverkefnum í kvöld ásamt því að fikta aðeins í templeitinu... ég vildi samt að ég kynni aðeins meira á þetta... hvar var ég í upplýsingafræði í fyrra....

það gleður mig að tilkynna að það eru aðeins 18 kennsludagar eftir af skólanum og svo taka bara við próf og gleði og hamingja og mývatn og hróarskelda og svo háskólinn...

þetta er ekkert spes skemmtilegur dagur fyrir utan það að ég get farið að selja aðgang að herberginu mínu því það hefur breyst í sundlaug.... það er búið að leka svo mikið undanfarna daga í rigningunni að gólfið var á floti, en er núna þakið skálum og fötum sem grípa vatnið og ég þarf að sofa í sjónvarpsherberginu í vonda appelsínugula sófanum.. þvílík örlög!

Ég er sem sagt dæmd til að vera með hálsríg það sem eftir lifir vikunnar.

Góðar stundir
Þuríður sunddrottning