mánudagur, mars 22, 2004

To spread my wings and fly away...........

Ja hérna hér... þetta góða veður ætlar alla að drepa. Steikjandi hiti og glampandi sól! alveg eins og á góðum próflestrardegi. Þannig dagur er einmitt hjá mér í dag. Líffræðipróf á morgun. Að vísu bara einn kafli og hann er um erfðir, ég ætla bara að læra núna svo ég geti horft á The O.C. í kvöld.

Annars ætlaði ég bara að skora á fólk í Ólsen Ólsen keppni, hingað til hef ég verið ósigrandi í þessu stórskemmtilega spili og þarf á smá æfingu á halda áður en við förum í sveitina að spila.

Lag dagsins:
"I´m a genie in a bottle, you gotta love me the wright way..."

Afhverju:
Jú af því að í gær þegar við vorum á leiðinni heim þá sungum við Eva hástöfum:"I believe I can fly, I believe I can touch the sky..." og svo framvegis. Svo svaf ég á þessu í nótt... og dreymdi lagið alla helvítis nóttina. Tilkynnti Evu svo þegar ég sótti hana í morgun að við yrðum að laga þetta svo þannig kom Christina Aguilera.

Hrós:
Fáum án EVA hrós fyrir afbrags lélegan tónlistarsmekk þessa dagana.

Látið sólina ekki brenna ykkur
kv.
Þurí, sem hlaut andlegan skaða í skólanum