All I Wanna Do Is Have Some Fun... I´ve got the feeling that I´m not the only one...
Fjögur próf búin... allt þetta erfiðasta búið nema franska. Hún er næst. Klárum tvö próf á miðvikudag og svo minnkar þetta svona smám saman. Ég var svo stressuð í dag þegar ég fór í söguprófið að ég var með dúndrandi hjartslátt og hendurnar á mér titruðu.
Áttum annars mjög hressa helgi. Á föstudaginn þá hélt spilamótaröðin áfram og í þetta skipti þá var það framhaldið af trivial. Við Eva unnum tvo sigra og erum þá samtals komnar með þrjá af þrem mögulegum og erum þá trivial meistarar, strákar þið verðið bara að taka því :)
Á laugardaginn... humm... í staðinn fyrir að hanga heima og horfa á Grease á stöð 2 eins og mig langaði mest til að gera, þá dró Eva mig niðrá Thorvaldsen að hitta Ásgeir. Þar sem við erum hreinlega bara leiðinlegar þessa dagana, þá var bara ekkert mjög skemmtilegt í þessari kaffihúsaferð.
Fékk samt magnaðar Londonskar gjafir í gær frá systur minni og pabba. G-streng sem stendur á mind the gap, og stelpumynd dauðans, Crossroads, með Britney í aðalhlutverki. Að ógleymdum útskriftarskjól sem er stórglæsó...
púfff.... best að hætta þessu hangsi og reyna að LÆRA
kv.
Maggi Kónguló
Fjögur próf búin... allt þetta erfiðasta búið nema franska. Hún er næst. Klárum tvö próf á miðvikudag og svo minnkar þetta svona smám saman. Ég var svo stressuð í dag þegar ég fór í söguprófið að ég var með dúndrandi hjartslátt og hendurnar á mér titruðu.
Áttum annars mjög hressa helgi. Á föstudaginn þá hélt spilamótaröðin áfram og í þetta skipti þá var það framhaldið af trivial. Við Eva unnum tvo sigra og erum þá samtals komnar með þrjá af þrem mögulegum og erum þá trivial meistarar, strákar þið verðið bara að taka því :)
Á laugardaginn... humm... í staðinn fyrir að hanga heima og horfa á Grease á stöð 2 eins og mig langaði mest til að gera, þá dró Eva mig niðrá Thorvaldsen að hitta Ásgeir. Þar sem við erum hreinlega bara leiðinlegar þessa dagana, þá var bara ekkert mjög skemmtilegt í þessari kaffihúsaferð.
Fékk samt magnaðar Londonskar gjafir í gær frá systur minni og pabba. G-streng sem stendur á mind the gap, og stelpumynd dauðans, Crossroads, með Britney í aðalhlutverki. Að ógleymdum útskriftarskjól sem er stórglæsó...
púfff.... best að hætta þessu hangsi og reyna að LÆRA
kv.
Maggi Kónguló
<< Home