þriðjudagur, apríl 06, 2004

Sweet child in time.............

DJöfull langar mig á deep purple tónleikana... en nei. Keldan verður örugglega magnified... ég á að vera að læra, en ég nenni því ekki því mér finnst saga Frakklands í kringum 1500 alveg hundleiðinleg.

Ég á að fljúga norður á eftir, sem verður eitthvað skrautlegt því flughræðsla mín jókst til muna í nótt þegar ég flaug (í orðsins fyllstu) fram úr rúminu, og lenti á ofninum. Núna er ég með stórt sár á öxlinni. Húsdraugurinn hlýtur að hafa að vera eitthvað að stríða mér því ég man ekki eftir að hafa dreymt neitt.

Í gær voru 10 ár síðan Kurt Cobain dó. Við Eva fórum svartklæddar á vegamót að hitta Hædí. Hún vissi ekki hvað var um að vera og við auðvitað harðneituðum að segja henni frá því. því þetta er auðvitað bara eitthvað sem maður veit. Svo koma ásgeir og sagði Hædí allt, en Hædí sagði bara:"hver var það?" well well....

Smoke on the water..............

á Miðvikudaginn síðasta skoruðum við á Andra, Gumbó og Ásgeir í Trivial keppni. Við vorum svaka menningarleg og hittumst á Kaffil Kúltúr til að spila þetta margrómaða spil...
(þess ber kannski að geta að í hinum enda kaffihússins var verið að kenna samkvæmisdansa)
... nú til að gera langa sögu stutta þá unnum við Eva spilið með yfirburðum.

Stefán ætlar að leika við mig á AKureyri, það er eins gott að hann finni upp á einhverju skemmtilegu að gera.

á sama tíma að ári,
Þurí