sunnudagur, apríl 04, 2004

Want to fly away from here...

Eitt próf búið, tólf eftir. Hvurslags er þetta eiginlega... þvílík mistök að hafa ekki bara farið í fjölbraut þar sem stúdentsprófið er þúsund sinnum einfaldara að nálgast. Núna erum við að taka 13 próf á meðan fólk sem er kannski að útskrifast til dæmis úr Borgó er að taka tvö og við útskrifumst með saman stúdentsskírteini! Svo kannski fáum við ekki jafnháar einkunnir því okkar próf eru erfiðari og meira mál að læra fyrir og þá erum við bara í vondum málum ef við ætlum til útlanda í framhaldsnám því þá skiptir engu máli í hvaða skóla þú varst heldur bara hvernig einkunnir þú ert með! ég er brjáluð og mæli engan veginn með skólum eins og þeim sem ég er í.

Skruppum á kofann í gær að hlusta á Ara og Gunna spila. Það var hörkustuð og pínu svona stofu fílíngur, við sungum og trölluðum, en svo skrapp ég heim að lúlla þegar ég fattaði að ég var komin með hita :(

Núna er tími ferminganna að byrja og ég er svo heppin að ég fæ að fara í heilar tvær fermingarveislur í dag og er núna bara að bíða eftir að mamma komi heim svo við getum drifið okkur af stað! Nei djók... ég er búin að vera að læra síðan ég vaknaði í morgun... gegt dugleg.

Svo er það bara sveitin á þriðjudag. Ég reyndar verð ein föst á Akureyri frá 20 - 23 á þriðjudaginn því pabbi er að fara á einhvern fund, svo hér með auglýsi ég eftir einhverjum til þess að skemmta mér akkúrat á þessum tíma.

Lag dagsins: Fame... i´m gonna live forever....

hey sauðir.... veriði þæg
kv.
Þuríður