miðvikudagur, apríl 14, 2004

Why does it always rain on me?

Jæja, nú er ég endanlega gengin af göflunum... eða það skilst mér amk á fólkinu í kringum mig. Ég er nefninlegast að hugsa um að sækja um í skóla á Möltu næsta vetur. Það er enskuskóla þar sem maður getur tekið TAEFL (eitthvað svoleiðis) prófin og er þá með einhverja viðurkenningu sem gildir í einvherja háskóla og svoleiðis. Malta er staðsett í miðjarðarhafinu og er rétt fyrir neðan Ítalíu og það er heitt þar allt árið um kring. Tólf vikur kosta um 250.000 og það er skóli, fæði og húsnæði.
Þannig að það er bara sólin næsta vetur...

Annars þá er síðasti skóladagurinn á morgun. Við þurfum að mæta í sparigallanum og brosa sætt framan í kennarana okkar og kveðja þá. Reyndar þá verður þeirra alveg saknað... þetta er ágætis fólk (munið að ágætt er betra en gott) Svo er Galakvöld á föstudaginn þar sem alþjóðadeildin mun ráða völdum því restin af liðinu er að fara í próf á mánudaginn. Steikarhlaborð í Versölum með skemmtiatriðum og tilheyrandi...

Guiding light er alveg að byrja, guiding er málið þessa dagana, það er bókstaflega allt að gerast, mæli með því að fólki fari að fylgjast með ef það gerir það ekki nú þegar.

kv.
Þuríður

LAG DAGSINS...
...Milkshake með Kelis