sunnudagur, maí 16, 2004

And you climb back up with your head in the clouds and you're gone...


Hún Þuríður Pétursdóttir a.k.a. Lip Flick er búin að vera að gera góða hluti síðastliðna daga... á föstudaginn hringdi hún non stop í mig og Andra til að draga okkur á þann súrsaða ógeðisbar Celtic Cross og þar sem við erum litlu dýrin hennar hlýddum við því samstundis. Samtals tókst henni að draga 9 manns þangað inn gegn vilja sínum og viti. Tók hún svo ekki uppá því þegar við loksins vorum komin að stinga bara af án þess að kveðja kóng né prest!!! Sama gerðist í gær þegar hún stakk af frá okkur á Sólon! Nú býst ég við að hún liggi í eigin líkamsvessum heima hjá sér bjargarlaus, vinalaus og allslaus... múhahahah...

Ég húsaði smá samkomu hérna í gær... Eurovision gettúgeðer. Vorum sammála um það að Jónsi hafi bara staðið sig með prýði og verið landi sinni og þjóð til sóma! (það voru reyndar skiptar skoðanir um múvið sem hann tók þarna á sviðinu, þegar hann hljóp e-h afturábak á alveg einstaklega hreyfihamlaðan hátt!) Hinsvegar urðum við fyrir verulegum vonbrigðum með nágrannaþjóðir okkar og aldarvini með því að vera alveg óborganlega dónalegir og hrokafullir og splæsa ekki á okkur nokkrum stigum!!! Hvað er helvítis málið, hefur orðið frændsemi enga þýðingu fyrir þau??? Sama segi ég um Litháen, ég veit ekki betur en John Baldvin Hannibalson hafi went over there himself and just recognized them... fyrstur manna!!! Hvar eru þakkirnar fyrir það! Og Bretar... við brauðfæddum nú hálfa þjóðina hérna á síðustu öld þegar þeir voru mokandi upp fiskinum frá okkur hérna í fjörunni hjá okkur!!! Dónaskapur og heigulsháttur og ekkert annað!

Ég er annars hress eftir aðstæðum fyrir utan æxlisvöxt í löppunum á mér sökum morðóðra stígvéla sem ég heimskaðist til að vera í í gær! Djöfulsins mother fokker in the house of pain... ég hélt á tímabili að lappirnar á mér mundu brotna af án þess að ég tæki eftir því. Spurning um að fara bara að sætta sig við að vera dvergvaxin :-/
ójá... heyrðu ég er að spá í að fara að deila visku minni með restinni af heiminum og kveðja í bili

blebb
-Eva