mánudagur, maí 31, 2004

Here comes your man dumdumdudududu...

Ég er að gera svo góða hluti hérna sem lobbýmær. Hef gert ýmislegt... þar á meðal selt fullt af herbergjum, skipt ferðatékkum, leigt hjól og bíla og verið öryggisgæsla (reyndar næturvörður en öryggisgæsla er samt sem áður mun skemmtilegra) Reyndar felst þetta í starfi mínu sem lobbýmær en mér persónulega finnst þetta allt saman vera heilmikið afrek. Lentum í heljarinnar veseni í morgun með bókunarkerfið og prentarann og um daginn þá varð rafmagnslaust og ég varð skíthrædd í einu orði sagt. En nokkrir ofurölvi vinir mínir héldu mér félagsskap með alveg misskemmtilegum símtölum.. :)

Ég sakna Reykjavíkur, af hverju? það er ekki mikið meira um að vera þar en hér sko..

Við Eva vorum með sama lagið á heilanum í alla nótt, ætli það tengist því eitthvað að við skildum sofa í sama rúmi? Kannski tengjast hugsanir fólks í svefni... svona svipað og þegar hjartsláttar stilla sig saman... interesting...

Eitt herbergi á eftir að tjékka sig út, þetta er argasti dónaskapur og frekja að vera ekki farin sérstaklega þegar klukkan er að verða eitt. Ætli þau séu ekki á vappi einhversstaðar hérna að klappa lömbunum.

Mig vantar nuddara því bakið á mér er að fara, áhugasamir vinsamlegast hafið samband.

kv.
Þuríður lobbímær