mánudagur, maí 03, 2004

Hey, Mr. Tambourine Man, play a song for me

Ja hérna hér... það er svo langt síðan ég hef bloggað og svo margt að segja. Látum okkur sjá... við mössuðum frönskuprófið, en ég ekki eins mikið líffræðiprófið.

Langaði massívt mikið á Nirvana tribute tónleikið á Gauknum síðasta fimmtudag, en er nokkuð ánægð með að hafa ekki farið eftir að hafa heyrt sögur af tónleikinu. Stefán var ekki glaður og eiginlega bara sár svona eftir á.

Í gær skruppum við á Kaffi kúltúr og vorum umkringdar fögrum karlmönnum þar sem við sátum og áttum við þá gott spjall. Tíminn leið og við ákváðum að drífa okkur heim, nema hvað þegar ég kem heim þá bíður mín ónefndur ungur maður (fyrrv) í stigaganginum og fer að játa ást sína á mér, segist vera búin að sakna mín í óratíma og viti ekki alveg hvað hann eigi að gera án mín. Ég er auðvitað svo vond og mér fannst þetta svo hrikalega súrrealískt og hallærislegt að ég svona fór næstum að hlæja að honum, brosti og reyndi eins og ég gat að halda niðrí mér hlátrinum, en undirbjó mig á sama tíma að fara með klisjuna miklu... hann sagðist þá muna hvað ég væri köld og tilfinningalaus og með það rauk hann út úr húsinu. Eftir stóð ég og var gjörsamlega að kafna úr hlátri. Greyið strákurinn... hér með er formleg afsökunarbeiðni til þín...
En samt... þetta var hrikalega fyndið... nei afsökunarbeiðni dregin til baka. Þa
Þarna sjáiði það, það er best að vera bara ekkert að játa ást á mér, ég fer bara að hlæja :)

Í dag er 3 maí. Það þýðir að það eru 22 dagar þangað til að við keyrum í sveitina, 19 dagar í útskrift og 11 dagar í síðasta próf. Jesus! Þetta verður góður tími, sól úti og fuglarnir syngja, sannkallað læruveður!

Okkur vantar nokkrar bóðar ábendingar um bílaleiki á leiðinni norður þar sem við erum frekar hræddar um að drepa Andra greyið úr leiðindum.

En í bili þá bið ég að heilsa ykkur og vona að þið hugsið ekki of mikið um hvað ég er illkvittin og vond kona, mér til varnar þá get ég sagt að.. æi ég veit það ekki alveg... en hvað um það Snorra-Edda bíður mín...

kv.
Þurí