Show must go on
Ég bara verð að fá að svara fyrir mig....
Föstudagskvöldið... já ég meina, það var algjörlega fyrir ykkur gert að ég skyldi fara heim. Ástand mitt benti ekki til þess að ég myndi lifa af gleðina í bænum, ég hefði kannski virkað í svona tíu mínútur og svo hefði öll gleði verið úti og uppköst og grátur hefðu bara tekið við. Ég fór sem sagt heim bara fyrir ykkur af því the show must go on þótt að ég sé ekki með,ég veit samt hvað það er erfitt.
Laugardagskvöldið... Það er ekki hægt að saka mig um að yfirgefa neinn á laugardag. Það er nefninlega þannig að hún Eva mín er með afskaplega slæman vana. Það er nefninlega þannig að á meðan sumir naga neglurnar þá kyssir Eva mín gítarleikara. Hún er samt örlítið vandlát því þessir tilteknu gítarleikarar þurfa að kunna að spila aðeins meira en tvö grip. Nú í gærkvöldi, þá tók Eva einmitt upp þennan vana sinn og fór að kyssa gítarleikara sem fólk var alveg misánægt með. Persónulega var mér alveg sama þar sem þetta kom mér ekkert við. En hvað um það hinn óánægði fór heim þegar hann/hún komst að því að Eva var í fílu við hann og ég ákvað að skella mér með þar sem jah ég tímdi ekki að borga leigubíl og svo hreinlega af sömu ástæðu og kvöldið áður. Ég reyndi að kveðja Evu en hún setti bara upp fulla svipinn sinn og sagðist örugglega ekki ætla að hringja í mig á morgun (ídag). Ég sem sagt stakk ekki af heldur kvaddi.
Niðurstaða: Viðurkenni fúslega að hafa skilið þig eftir á föstudag ásamt öllum hinum, tek ekki undir aðrar ásakanir.
Annars þá bara er ég hress ög glöð...
kv.
Þurí
9 dagar í Mývatnssveit.....
Ég bara verð að fá að svara fyrir mig....
Föstudagskvöldið... já ég meina, það var algjörlega fyrir ykkur gert að ég skyldi fara heim. Ástand mitt benti ekki til þess að ég myndi lifa af gleðina í bænum, ég hefði kannski virkað í svona tíu mínútur og svo hefði öll gleði verið úti og uppköst og grátur hefðu bara tekið við. Ég fór sem sagt heim bara fyrir ykkur af því the show must go on þótt að ég sé ekki með,ég veit samt hvað það er erfitt.
Laugardagskvöldið... Það er ekki hægt að saka mig um að yfirgefa neinn á laugardag. Það er nefninlega þannig að hún Eva mín er með afskaplega slæman vana. Það er nefninlega þannig að á meðan sumir naga neglurnar þá kyssir Eva mín gítarleikara. Hún er samt örlítið vandlát því þessir tilteknu gítarleikarar þurfa að kunna að spila aðeins meira en tvö grip. Nú í gærkvöldi, þá tók Eva einmitt upp þennan vana sinn og fór að kyssa gítarleikara sem fólk var alveg misánægt með. Persónulega var mér alveg sama þar sem þetta kom mér ekkert við. En hvað um það hinn óánægði fór heim þegar hann/hún komst að því að Eva var í fílu við hann og ég ákvað að skella mér með þar sem jah ég tímdi ekki að borga leigubíl og svo hreinlega af sömu ástæðu og kvöldið áður. Ég reyndi að kveðja Evu en hún setti bara upp fulla svipinn sinn og sagðist örugglega ekki ætla að hringja í mig á morgun (ídag). Ég sem sagt stakk ekki af heldur kvaddi.
Niðurstaða: Viðurkenni fúslega að hafa skilið þig eftir á föstudag ásamt öllum hinum, tek ekki undir aðrar ásakanir.
Annars þá bara er ég hress ög glöð...
kv.
Þurí
9 dagar í Mývatnssveit.....
<< Home