laugardagur, maí 29, 2004

So tired of playing, playing with this bow and arrow...

Ég sit ennþá hérna í lobbýinu og hangi í tölvunni.. búin að lesa mikið af ókunnu bloggi og stórskemmta mér. Kvöldvaktin í gær var samt sem áður pínu erfið þar sem netið lá niðri en ég las bara Möltu bókina mína og lærði heilmikið um landið.

Pabbi er núna inní sal ásamt flokki af fílefldum karlmönnum að skrúfa saman nýju húsgögnin. Salurinn er orðinn alveg svakalega flottur og loksins 4 stjörnu.

Ástarkveðjur til Ásgeirs og Ölmu, við söknum ykkar í tætlur.

Helgi og hljóðfæraleikararnir eru að spila í kvöld svo ég býst við að næturvaktin mín verði algjört blast. Led Zeppelin er bjargvættur minn.

kv.
Þuríður lobbýmær