Spiladósin óstöðvandi
Erum ennþá að jafna okkur eftir atburði sem áttu sér stað í síðastliðinni viku.
Það var nefninlega þannig að ég var á leiðinni heim úr munnlegu ensku prófi og langaði svo óskaplega að gera eitthvað annað en að fara að læra. Þannig að ég sótti hana Evu mína. Á leiðinni niðrí bæ komum við við heima því ég ætlaði aðeins að skipta um föt. Þegar ég gekk inn í íbúðina þá heyrðust þessi ógurlega fölsku ískurhljóð sem reyndist vera einstaklega slæm útgáfa af Fur Elise eftir Beethoven. Ég leitaði að uppsprettu þessa hræðilega hljóðs sem var að gera mig vitlausa og fann að lokum þessa hrikalegu spiladós inní hergbergi hjá systur minni. Ég fór að leita að off takka, eða einhverju til að slökkva á þessu og ekkert gekk, og helvítis spiladósin var að gera mig bilaða!
Ég ákvað þá bara að leita til Evu ráðagóðu og tók spiladósina og fór með hana út í bíl til hennar. Hún hætti ekki... á bensínstöðinni, í sjoppulúgunni og á miklubrautinni spilaði hún og söng sem mest hún mátti. Eva sat með dósina og var með hárspennu að vopni við að reyna að láta hana hætta. Að lokum gat hún dregið út þráð. YES þetta hlaut að slökkva á henni.. Eva klippti á þráðinn en dósin hélt bara áfram að spila, en varð þó aðeins falskari. Hún fann annan þráð... þetta bara hlaut að virka... en NEI dósin spilaði og spilaði... þriðji þráðurinn leit dagsins ljós... við báðum til Guðs um að þetta myndil lina þjáningar okkar og láta dósina hætta að spila. Eva klippti á þráðinn og viti menn... það varð þögn. Yndisleg og falleg þögn.
Annars er bara það að frétta að nú eru 3 próf eftir, svo tekur gleðin völd.
kv.
Þurí
Erum ennþá að jafna okkur eftir atburði sem áttu sér stað í síðastliðinni viku.
Það var nefninlega þannig að ég var á leiðinni heim úr munnlegu ensku prófi og langaði svo óskaplega að gera eitthvað annað en að fara að læra. Þannig að ég sótti hana Evu mína. Á leiðinni niðrí bæ komum við við heima því ég ætlaði aðeins að skipta um föt. Þegar ég gekk inn í íbúðina þá heyrðust þessi ógurlega fölsku ískurhljóð sem reyndist vera einstaklega slæm útgáfa af Fur Elise eftir Beethoven. Ég leitaði að uppsprettu þessa hræðilega hljóðs sem var að gera mig vitlausa og fann að lokum þessa hrikalegu spiladós inní hergbergi hjá systur minni. Ég fór að leita að off takka, eða einhverju til að slökkva á þessu og ekkert gekk, og helvítis spiladósin var að gera mig bilaða!
Ég ákvað þá bara að leita til Evu ráðagóðu og tók spiladósina og fór með hana út í bíl til hennar. Hún hætti ekki... á bensínstöðinni, í sjoppulúgunni og á miklubrautinni spilaði hún og söng sem mest hún mátti. Eva sat með dósina og var með hárspennu að vopni við að reyna að láta hana hætta. Að lokum gat hún dregið út þráð. YES þetta hlaut að slökkva á henni.. Eva klippti á þráðinn en dósin hélt bara áfram að spila, en varð þó aðeins falskari. Hún fann annan þráð... þetta bara hlaut að virka... en NEI dósin spilaði og spilaði... þriðji þráðurinn leit dagsins ljós... við báðum til Guðs um að þetta myndil lina þjáningar okkar og láta dósina hætta að spila. Eva klippti á þráðinn og viti menn... það varð þögn. Yndisleg og falleg þögn.
Annars er bara það að frétta að nú eru 3 próf eftir, svo tekur gleðin völd.
kv.
Þurí
<< Home