mánudagur, maí 10, 2004

That's the way aha aha, I like it aha aha...


Nýjustu tölur Gallup sýna að ég hef verið valin lélegasti bloggari á stór-Reykjavíkur svæðinu og þótt víða væri leitað. Sögur herma þó að á Flateyri sé bloggari nokkur sem hefur jafnvel verið latari en ég að blogga og hreppi ég því ekki Íslandsmeistara titilinn að þessu sinni. Gengur bara betur næst.
Annars er lille að frétta. 3 próf eftir. 5 dagar þangatil prófin eru búin. 13 dagar í útskrift. 16 dagar þangatil við förum norður. 57 dagar þangatil við förum á Hróarskeldu... Þetta er bara allt að bresta á!!!
Gerði mest lítið um helgina... afmæli hjá Lady Sigrúnu í gær. Var samt bara róleg og nennti enganvegin niðrí bæ og ætlaði að fara heim að lúlla svo ég yrði hress í morgun til að læra. EN NEI... síminn hringdi nottla non-stop í alla nótt... djöfulsins fólk!!! (taki það til sín sem eiga) Endaði með því að slökkva á þessu djöflatæki en ekki fyrr en svefnværð minni hafði verið raskað verulega!

Annars ráðlegg ég öllum sem vilja teljast menn með mönnum (eða konur með konum) að tjékka á þessu!!! Kommentiði svo endilega á útkomuna ykkar...

jæja... ætla að fara að segja þetta gott... lifið með guði
-Eva