föstudagur, júní 04, 2004

Ertu þá farinn, ertu þá farinn frá mér?

Var að ræða við Andra Þór í þessum skrifuðu orðum, hann er staddur á Akureyri með Avu, Hædí, Hörpu og Ásu þar sem þau eru búin að tjalda ólöglega og eru búin að drekka bjór og borða snakka í langan tíma. Ég vildi að ég væri með þeim. En ég er hér og vinn og vinn þar sem ég er að safna peningum fyrir Möltu. Ég ætla til þeirra á morgun og við ætlum á balltónleika.

Annars absolútlí ekkert að gerast. Ég er að vinna til 23:30 í kvöld og svo ætla ég að fara að sofa, af því ég á að mæta 7:30 í fyrramálið. Gaman, en eftir það fæ ég sólarhrings frí til þess að fara til Akureyrar vííííí.

Er að hlusta á viðtal við Stefán Jón Hafstein, það er búið að standa yfir í 3 mínútur og hann er 31 sinni búinn að segja vont. Spes...

kv.
Þuríður lobbímær

Einhversstaðar einhverntímann aftur,
liggur leið þín um veginn til mín...
og þú segir ég saknaði þín,
ég saknaði þín...