mánudagur, júní 21, 2004

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár
ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár
orð þín kristaltær drógu mig nær og nær
Ég reyndi að kalla á ástina sem úr dvalanum reis í gær

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál
ef hann kann ekki að ljúga
hvað verður um hann þá
Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá
Við hræðumst hjarta hans og augun blá


Ja hér
Jónsmessa á miðvikudag og það er allt að verða reddí
Við Þorgerður erum í mikilli skipulagningu þar sem við erum búnar að redda eldivið, grillmat og bjór með matnum
Ég, Eva og Hædí ætlum svo í ríkisferð mikla á miðvikudaginn þar sem metið síðan síðasta sumar verður (vonandi) slegið. Spurningin er bara hvort elsku Mikki þoli álagið.
Inga frá Lettlandi sem er með mér í lobbýinu er æði pæði, afskaplega léleg enska en frábær stelpa. Hún er hér í starfsþjálfun og situr hérna allan daginn og horfir á okkur vinna. Það er alveg alltílæ sko.
Loksins fáum við not fyrir skógarpartýsstólana á miðvikudaginn JESS!!!!
Marta er búnað vera hérna í heimsókn lengi. Vinnur fyrir mat og drykk í garðinum hjá pabba og síðast þegar ég vissi var hún að fúaverja kofann í garðinum. Ég held að ég sé að fara til Húsavíkur á eftir að sækja bíl. Langar nú ekki beint mikið en... jújú það verður ofur hresst. Húsavík er stuðstaður. Nei, ég ætla ekki að fara neitt nánar útí þetta. Hvernig væri samt að fara að heyra frá Evu. Ég frétti að hún hefði verið að halda vöku fyrir öllum í gamla bænum í nótt með einhverskonar hljóðum ha humm....

bið ykkur vel að lifa,
kv.
Þuríður