laugardagur, júní 19, 2004

When the men on the chessboard
Get up and tell you where to go
And you've just had some kind of mushroom
And your mind is moving low.


Ja hérna hér
sumir ekki að standa sig í skrifunum.
Það er allt búið að gerast síðan síðustu skrif áttu sér stað.
Fórum í stelpu útilegu í Vaglaskóg, ég grillaði, Alma kom og skemmti okkur með sögum af sjálfri sér. Svo þegar á leið og við vorum farnar að tala um svona hluti sem snertu okkur sjálfar og við segjum ekki nema bara við stelpur þá mætti sjálfur Stefán á svæðið og ruddist inn í stelpuútileguna. Það var alltílagi, en öllum umræðum lauk þegar hann kom.

Keyptum okkur skógarpartýsstóla í Rúmfatalagernum á aðeins kr. 750. Það var einstaklega hresst. En svo þegar við fórum í skógarpartý á miðvikudaginn þá tókum við þá ekki með því við ætluðum bara að stoppa í korter, en ég var þar í sex tíma, rassblaut og fín.

Annars hefur lítið gerst. Ásgeir er í heimsókn núna og ég ætla að reyna að gera eitthvað skemmtilegt með elskunum mínum eftir vinnu. Þau virðast ekki vera neitt ofurhress sko.

Það kom kona hérna áðan sem spurði hvort við seldum teygjubindi... "Já... við erum líka með gifs, sprautur og allskyns töflur... hvað viltu?" Það er nefninlega þannig á hótelum um allan heim að þeir reka líka sjúkraþjónustu. Annars þá reddaði ég grey konunni nú bara teygju bindi úr okkar eigin sjúkrakassa því í Mývatnssveit má bara slasa sig á milli 8 og 16 á virkum dögum því annars ert þú í vondum málum.

Ætla að fara að gera eitthvað.
kv.
Þuríður