miðvikudagur, júlí 07, 2004

No one but me can save myself, but it to late
Now I can't think, think why I should even try


Roskilde búið bara.. þvílík og önnur eins skemmtan er varla til. 7 dagar, 7 svo skemmtilegir dagar að ég varla trúi því. Varla frásögur færandi. Allskyns fólk, að gera allskonar ótrúlega hluti.
Ég sakna þess...
ég sakna drullunnar, kamranna, stígvélanna minna,
fólksins sem ég þekkti ekki neitt en var svo ótrúlega skemmtilegt að mér finnst ég vera búin að þekkja það alla mína ævi,
óþægilegu stólanna,
partýtjaldsins sem var alveg að hrynja, tjaldsins sem lak, ég sakna samlokanna sem voru með skinku og svakalega miklu káli. Ég sakna Tuborg Classic.
Ég sakna Danmerkur því Danmörk er yndislegt land, besta land í geiminum.

Ég sá annars eiginlega alla tónleikana sem ég ætlaði að sjá nema The Hives.. var sem sagt duglegri en sumir sem fóru stundum að sofa fyrir tíu á kvöldin... Soldið svekkt samt að hafa misst af Hives því þeir eru svo magnaðir!!!

Er mætt í vinnuna hress og kát og heyrnarlaus á öðru eyra, byrjuð að leigja hjól, skrifa vátsjera, selja herbergi og taka við pöntunum... þetta er æhæðislegt!

Heja Norge,
kv.
Þuríður