fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Dauði og djöfull... veikindi hafa herjað á hús mitt og nú held ég að ég sé að deyja úr hori. Það er út um allt... í augunum, nefinu, eyrunum og hálsinum, svo er ég með einhvern furðuhósta sem virðist hafa það að markmiði að kæfa mig. En ég ætla að sörvæva þetta af því að í gær fór ég og greiddi möltuferðina mína til fulls! Ég sem sagt er í alvörunni að fara og ég fer 18. ágúst. Sjitt hvað þetta er skrítið.

kv.
Þuríður