Síðasta næturvakt sumarsins. Oh! hvað mér líður óendanlega vel... er að koma mér í þrifgírinn og kem til með að verða ógeðslega hress með skúringarkústinn, gúmmíhanskana og klósettburstann. Ætti ekki að vera erfitt því ég og Eva tókum okkur til og þrifum allt á hæðinni okkar hátt og lágt. Mr. Propper kom að góðum notum og það ilmar allt af hreinlæti sem er yndislegt, svo svaf ég líka ótrúlega vel eftir næturvaktina og vaknaði ekki fyrr en rúmlega sex í kvöld! Við þvoðum líka fjórar þvottavélar sem er gott, nema að við þurfum að þurrka þvottinn inni og það er þvottur út um allt (kakómalt) og ég held að hann sé bara ekkert á leiðinni að þorna neitt. Það er ekki alveg eins gott því þvottadagafötin duga ekkert í marga daga.
Annars þá er á stefnuskránni okkar Evu að fara til Akureyrar á föstudaginn og gista þar á hóteli yfir helgina. Fara í burtu og halda upp á afmælið mitt sem er á sunnudaginn eftir viku. Ég hlakka svog til :) það verður alveg yndislegt. Veit ekki alveg hvaða hóteli, en það er eitthvað sem hinn áhrifamikli faðir minn ætlar að fixa.
Síðasta næturvaktin, það er svo gott að hugsa til þess að ég þurfi ekki að eyða fleiri köldum nóttum hérna aaaalein, liggjandi á hnjánum við að reyna að ná ómögulegum blettum af gólfunum. Núna er komið að þessum þrifum í síðasta skipti.
Það er 36 gestir á hótelinu, og enginn sem ég þarf að hafa einhverjar áhyggjur af. Þetta er yndislegt!
Skötuhjúin eru flutt í kjallarann í Austurhlíð og eru bara glöð og hamingjusöm með það, liggja örugglega núna og dásama þetta yndislega rúm sem þau eru í, enda búin að sofa á gömlum beddum úr veiðihúsinu í allt sumar. Eitthvað annað en ég sem á hérna besta rúm í heimi :)
Jæja ég verð að fara að þrífa, ég bulla bara tóma þvælu hvort eð er..
Bið ykkur vel að lifa,
kv.
Þuríður
Annars þá er á stefnuskránni okkar Evu að fara til Akureyrar á föstudaginn og gista þar á hóteli yfir helgina. Fara í burtu og halda upp á afmælið mitt sem er á sunnudaginn eftir viku. Ég hlakka svog til :) það verður alveg yndislegt. Veit ekki alveg hvaða hóteli, en það er eitthvað sem hinn áhrifamikli faðir minn ætlar að fixa.
Síðasta næturvaktin, það er svo gott að hugsa til þess að ég þurfi ekki að eyða fleiri köldum nóttum hérna aaaalein, liggjandi á hnjánum við að reyna að ná ómögulegum blettum af gólfunum. Núna er komið að þessum þrifum í síðasta skipti.
Það er 36 gestir á hótelinu, og enginn sem ég þarf að hafa einhverjar áhyggjur af. Þetta er yndislegt!
Skötuhjúin eru flutt í kjallarann í Austurhlíð og eru bara glöð og hamingjusöm með það, liggja örugglega núna og dásama þetta yndislega rúm sem þau eru í, enda búin að sofa á gömlum beddum úr veiðihúsinu í allt sumar. Eitthvað annað en ég sem á hérna besta rúm í heimi :)
Jæja ég verð að fara að þrífa, ég bulla bara tóma þvælu hvort eð er..
Bið ykkur vel að lifa,
kv.
Þuríður
<< Home