mánudagur, september 06, 2004

Afmælishelgin mín er búin..

Föstudagsmorgunn: Erfitt, svo þreytt, en samt spennt...

Föstudagsmiðdagur: Vont, tannlæknir, svo mikið deyfð að efri vörin mín virkaði ekki neitt, reyndi að borða og drekka en ekkert gekk.

Föstudagskvöld: Amour með stelpunum, yndislega gaman, smá rauðvín, yndislegt. Kaffi Akureyri í smá stund, svo heim að sofa að spara sig fyrir laugardag.

Laugardagsnótt: Besta hvíld sem ég hef fengið í langan tíma, þrátt fyrir næturgestinn okkar sem var nú heldur plássfrekur.

Laugardagsmorgunn: Gaman, hlógum mikið, borðuðum morgun/hádegismat á Bautanum

Laugardagsmiðdagur: Skoðuðum Akureyri, fórum í búðir, bakarí, ríkið og fleiri mikilvæga staði. Kaffi á Karolínu og viðkoma á flugvellinum. Byrjuðum að taka okkur til klukkan 16:00 og stripluðumst saman til að verða 20:00 þegar við drifum okkur á Friðrik V

Laugardagskvöld: Fékk besta mat sem ég hef nokkurn tímann sett inn fyrir mínar varir. Algjörlega peninganna virði, maturinn, vínið, húsið, fólkið og tónlistin átti svo vel við. Svo vorum við allar svo fínar og sætar. Fórum niður á Kaffi Akureyri á miðnætti og fengum okkur afmælisdrykk

Sunnudagsnótt: Urðum nokkuð ruglaðar af öllum veigum kvöldsins, fór seint að sofa.. Höfðum annan næturgest sem var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri..

kv.
Þuríður