mánudagur, september 13, 2004

Ég er komin heim!
Líður svo vel... ko heim í gærkvöldi með flugi, leiðinlegt að kveðja sveitina, en samt svo gott að komast til mömmu og Ástríðar. Um leið og ég kom heim beið mín afmæliskaka og gjafir frá þeim. Ástríður gaf mér ferðageislaspilara sem mun án efa koma sér vel í ferðinni minni og mamma gaf mér magnaða digital myndavél sem mun gera það að verkum að þið getið fylgst ennþá betur með mér. Ég er búnað setja upp myndasíðu á netinu og setja tengil hérna inn á síðuna.

Ég fer út eftir sex daga í skólann minn, fór niðrí stúdentaferðir í dag og bað um almennilegar upplýsingar um fjölskylduna mína og fékk þær upplýsingar að þær kæmu á morgun..hlakka til :)

Ég og Eva erum búnar að fara á alla staðina okkar í dag.. eða svona næstum því og ég er búnað hitta megnið af fólkinu mínu. Þykir verst að ég eigi bara tæpa viku eftir hérna í borg óttans. Jæja ég ætla að fara að hvíla mig því mér er boðið í brunch á morgun hjá Þorgerði frænku.

kv.
Þuríður