Hisashiburi-desu!!!
Jesus... hversu langt er eiginlega síðan kellingin hefur skifað?!? ...Nokkuð langt allavega! Og hvað get ég svo sagt fregna af sjálfri mér...
...Byrjuð í skólanum, jei! Nei mér líst reyndar mjög vel á þetta. Hlakka bara til meirasegja. Þar að segja alls nema tímanna 'Saga og Trúarbrögð'... fór í fyrsta tímann í dag. Mætti of seint og fékk illt augnaráð að launum. Skiptir svo engum togum að kennarinn (sem er karlmaður á bezta aldri, hann minnir mig reyndar á eitthvern mjög leiðinlegan sem ég þekki, en veit ekki alveg hver það er...) dregur upp þessa forláta glæru uppúr töskunni sinni... já dömur mínar og herrar, GLÆRU, gamaldags glært blað sem er búið að skrifa með tússpenna á, og skellir því á ... fokk hvað heitir það aftur... já myndvarpa! Og byrjar að tala! Þetta fannst mér einkar merkilegt. Ég hélt að svona tæki hefðu öll verið gerð upptæk af nazistum í seinni heimsstyrjöldinni og brennd ásamt óæskilegum bókmenntum! Greinilega hefur HÍ tekist að koma nokkrum stykkjum undan!
Jæja nóg um fornmenjar... Skiptir svo engum togum heldur upphefur kennarinn raust sína og þagnar ekki fyrr en 80 mínútum síðar! Þá tilkynnir hann okkur það að bókin okkar sé nú heldur ófullnægjandi námslega séð þannig að við verðum að læra allt sem hann ropar útúr sér í tímunum!!! GREAT! Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvílíkt flóð upplýsinga fólst í einni setningu hjá honum! O well... skemmtilegir fimmtudagar framundan hjá mér í vetur ...
Ég gæti reyndar sagt ykkur frá síðustu helgi, en ég held að Þuríður sé búin að því svona í meginatriðum!
Næstu helgi verður líklega eytt í lærdóm og vinnu... gleðin umlykur mig semsagt á alla kanta!
sæl að sinni félagar...
EVA
p.s. Ég er með gæsaskít undir skónnum!
Jesus... hversu langt er eiginlega síðan kellingin hefur skifað?!? ...Nokkuð langt allavega! Og hvað get ég svo sagt fregna af sjálfri mér...
...Byrjuð í skólanum, jei! Nei mér líst reyndar mjög vel á þetta. Hlakka bara til meirasegja. Þar að segja alls nema tímanna 'Saga og Trúarbrögð'... fór í fyrsta tímann í dag. Mætti of seint og fékk illt augnaráð að launum. Skiptir svo engum togum að kennarinn (sem er karlmaður á bezta aldri, hann minnir mig reyndar á eitthvern mjög leiðinlegan sem ég þekki, en veit ekki alveg hver það er...) dregur upp þessa forláta glæru uppúr töskunni sinni... já dömur mínar og herrar, GLÆRU, gamaldags glært blað sem er búið að skrifa með tússpenna á, og skellir því á ... fokk hvað heitir það aftur... já myndvarpa! Og byrjar að tala! Þetta fannst mér einkar merkilegt. Ég hélt að svona tæki hefðu öll verið gerð upptæk af nazistum í seinni heimsstyrjöldinni og brennd ásamt óæskilegum bókmenntum! Greinilega hefur HÍ tekist að koma nokkrum stykkjum undan!
Jæja nóg um fornmenjar... Skiptir svo engum togum heldur upphefur kennarinn raust sína og þagnar ekki fyrr en 80 mínútum síðar! Þá tilkynnir hann okkur það að bókin okkar sé nú heldur ófullnægjandi námslega séð þannig að við verðum að læra allt sem hann ropar útúr sér í tímunum!!! GREAT! Og þið getið ekki ímyndað ykkur hvílíkt flóð upplýsinga fólst í einni setningu hjá honum! O well... skemmtilegir fimmtudagar framundan hjá mér í vetur ...
Ég gæti reyndar sagt ykkur frá síðustu helgi, en ég held að Þuríður sé búin að því svona í meginatriðum!
Næstu helgi verður líklega eytt í lærdóm og vinnu... gleðin umlykur mig semsagt á alla kanta!
sæl að sinni félagar...
EVA
p.s. Ég er með gæsaskít undir skónnum!
<< Home