Hitti sænska kónginn, kvinnuna hans og krónprinsessuna í gær. Þau voru hérna í boði forseta Íslands. Bjóst við því þegar ég sá þau að ég myndi fá móðursýkiskast af öfundsýki út í prinsessuna en svo var ekki. Þetta leit allt mjög heimskulega út. Þau komu hérna ásamt forsetanum og Dorrit. Með þeim var full rúta af blaðamönnum og fólki úr sendiráðunum, þrír löggubílar og átta menn (veit ekki alveg í hvaða bíl þeir voru) klæddir í svört jakkaföt með einhverjar talstöðvar. Þessir menn komu inn á undan og skoðuðu svæðið, svona tékka hvort það væri ekki allt í lagi. Þeir voru sem sagt svona lífverðir, nokkrir sænskir og nokkrir íslenskir. Það sem ég reyndar veit ekki alveg er það hvort þeir hafi gert sér fyllilega grein fyrir því að þeir voru í Mývatnssveit en ekki í New York.. Asnalegt, mig langar ekkert lengur að vera prinsessa, myndi aldrei kæra mig um allt þetta áreiti.
Dorrit var samt næs, og forsetinn líka. Þau stóðu inn í sal og borðuðu rjómapönnslur og rúbba með silla. Ógó hress með þetta allt saman, en fólkið sem fylgdi með í stóru rútunni fílað ég ekki, þetta voru afætur.
Nenni ekki að röfla um þetta kóngafólk lengur...
Það er skemmst frá því að segja að það er dansleikur í sveitinni í kvöld, ég og Harpa höfum ákveðið að skella okkur enda er ekki hægt að láta stórviðburð eins og þennan láta fram hjá sér fara. Afabandið er hljómsveitin sem mun halda gleðinni gangandi langt fram á nótt.
Jih.. ég er að verða álgjörlega ómissandi... Gamli bærinn kallar á aðstoð mína... ég bið ykkur vel að lifa og minni á það enn og aftur að ég mun snúa aftur til heimahaganna næstkomandi sunnudag..
kv.
Þuríður
Dorrit var samt næs, og forsetinn líka. Þau stóðu inn í sal og borðuðu rjómapönnslur og rúbba með silla. Ógó hress með þetta allt saman, en fólkið sem fylgdi með í stóru rútunni fílað ég ekki, þetta voru afætur.
Nenni ekki að röfla um þetta kóngafólk lengur...
Það er skemmst frá því að segja að það er dansleikur í sveitinni í kvöld, ég og Harpa höfum ákveðið að skella okkur enda er ekki hægt að láta stórviðburð eins og þennan láta fram hjá sér fara. Afabandið er hljómsveitin sem mun halda gleðinni gangandi langt fram á nótt.
Jih.. ég er að verða álgjörlega ómissandi... Gamli bærinn kallar á aðstoð mína... ég bið ykkur vel að lifa og minni á það enn og aftur að ég mun snúa aftur til heimahaganna næstkomandi sunnudag..
kv.
Þuríður
<< Home