TAKK takk TAKK fyrir allar frábæru jólagjafirnar sem ég fékk :) Fékk aðstoð við að opna þær, afi var aðstoðarmaður minn og ég verð bara að segja að við höfum staðið okkur nokkuð vel. Bækur, bolir, ilmvatn, peysur, jakki, geisladiskur, spil og margt margt fleira! Þótt ég hafi sofnað í sófanum áður en við vorum búin að opna pakkana og ég hafi afneitað aðalréttinum á aðfangadagskvöld þá voru þetta ágætisjól :) Ég þakka bara fyrir að ég kom mér heim um jólin í staðinn fyrir að standa ein í þessu ógeði út á Möltu. En sem sagt ég er ekki að fara norður núna, svo það er bara Reykjavík framyfir áramót, í fyrsta skipti í möööööörg ár. Þetta verður gaman :)
<< Home