fimmtudagur, desember 30, 2004

Vann móður mína og systur áðan í popppunktsspilinu, vann með yfirburðum hehehe... það gladdi mitt litla hjarta :) spiluðum síðan trivial og þegar við hættum var ég komin með 4 kökur en þær bara 3. Síðan var ég búin að plana að stelast út þar sem ég er hérna í einskonar útgöngubanni. En mamma bannaði mér það, og líka þá komst ég að því að það hefur enginn gaman af mér í þessu ástandi sem ég er í. Ég er svo orkulaus að ég get ekki labbað 6 tröppur án þess að verða þreytt og varirnar á mér eru ennþá í undarlegu ástandi og ég þarf ennþá að drekka allt með röri. Ég gerði samning um að halda mig inni framyfir áramót. Það má hinsvegar alveg heimsækja mig. Mér hundleiðist og geri lítið annað en að sofa, pirra mömmu eða hringja í pabba og röfla. i
Þegar ég drattaðist fram úr rúminu í dag að verða 6 (ég er veik, ég má vera eins lengi og ég vil í rúminu) fór ég að lesa blöðin og draslpóst sem okkur hafði borist. Megnið af þessum draslpósti voru auglýsingar fyrir flugelda og annað slíkt. Ég held alveg örugglega að þetta hafi verið svona 6-7 blöð. Á hverju einasta var stafsetningar eða málfarsvilla og það fór svoooooog í taugarnar á mér. Veit ekki afhverju en mér tókst að sannfæra mömmu um að við myndum bara sleppa því að kaupa flugelda og gefa peningana til góðgerðarstarfsemi í staðinn.
Mér finnst lágmark að málið sé rétt á auglýsingum og í blöðum. Svo finnst mér líka að allir eigi að taka höndum saman og segja pylsa, tölva, einkunnir og ég hlakka svo til!