3 dagar í þorrablót og ég ræð mér varla af tilhlökkun. Er búnað plana allt sem ég get planað, það vita þó allir sem eru þorrablótsvanir að það sem gerist eftir að fæti er stigið inn í Skjólbrekku verður ekki planað. Það umbreytast nefninlegast allir þegar komið er í Skjólbrekku og eru muuuuuun skemmtilegri en venjulega. Mér finnst það að minnsta kosti. Það verður samt skrítið að hitta fólk. Ég nefninlega er ekkert búnað hitta mikið fólk síðan ég kom hingað. Bara smá í búðinni og nokkra útlendinga. Fólkið sem ég hitti í búðinni sat þar og drakk kaffi og sagði "hvað ert þú að gera hér?, komin heim frá útlöndum já, og orðin heilsulaus fyrir aldurfram..." Ég held þau hafi hreinlega ekki skilið hvað ég var að tala um.
Annars þá er stefnan tekin á verslunarferð á akureyri á morgun. Þangað til á laugardaginn hinsvegar held ég bara áfram að safna orku. Enda er ég að verða svo orkumikil að ég efast um að íþróttaálfurinn hafi við mér!
Annars þá er stefnan tekin á verslunarferð á akureyri á morgun. Þangað til á laugardaginn hinsvegar held ég bara áfram að safna orku. Enda er ég að verða svo orkumikil að ég efast um að íþróttaálfurinn hafi við mér!
<< Home