fimmtudagur, janúar 13, 2005

Þegar ég var lítil þá var ég á flugvellinum með mömmu. Ég man ekki alveg afhverju en ég man að mamma hitti þarna gamlan skólafélaga sinn, þau ræddu saman í smá stund og mamma kynnti mig fyrir honum og þá sagði hann "Þú ert alveg eins og mamma þín, bara miklu sætari!" Ég gleymi þessu aldrei. Það segir þetta enginn lengur, núna segja bara allir að við séum alveg eins. Sumir halda meira að segja að ég sé hún stundum, en það gerist nú ekki oft, líka eins gott þar sem ég er 26 árum yngri.

Mér finnst leiðinlegt að sjá fólk kyssast í sjónvarpinu, þá langar mig líka að kyssa og verð æðislega afbrýðisöm út í leikarana. Stundum er ég eins og litli frændi minn og lít undan svo ég verði ekki afbrýðisöm.

Ég held að ég hafi gott af 10 dögum í sveitinni.