þriðjudagur, janúar 11, 2005

Góðan daginn, er búnað vera svo þreytt og pirruð í allan dag að ég held að ég sé fyrst núna að ná mér upp úr þessu. Vaknaði klukkan 8 til að keyra systur mína í skólann þótt ég ætlaði aldrei að gera það aftur, er búnað fara í klippingu, og það er ekkert mjög mikið eftir af hárinu mínu sko.

Fór svo í félagsmiðstöðina Ársel þar sem ég er að fara að vinna. Þar verð ég tómstundaleiðbeinandi. Hitti þar fyrir bleika gengið og lofaði að fyrsta vinnudaginn minn myndi ég vera í bleikum bol. Þess má geta að bleika gengið samanstendur af 12 sex ára stúlkum. Þetta verður skemmtilega vinna og ég hlakka svaka til að byrja, sem verður 25 febrúar.

Er búnað liggja núna yfir ævisögu John F. Kennedy, stórmerkileg saga og einkar áhugaverð. Mér finnst maðurinn samt ekki eins myndarlegur og móðir mín vill vera að láta.