mánudagur, janúar 24, 2005

Hnúturinn hvarf, og Þorrablótið var alveg ágætis. Þótt mér hafi fundist fullnóg um fólk sem ég þekkti ekkert. Danskortið mitt var samt fullt og ég dansaði meðal annars skottís við Stefán og ungmenna-GaggóVest-dans við pabba lokalagið átti ég svo með Eddu aukamömmu minni (By the way þá var lokalagið Final countdown en ekki einhver vella). Það var ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur. Ég ætla seint að fullorðnast og þurfti að slást aðeins, komst að því að þótt ég sé kannski ekki sterk þá get ég bitið fast og get látið stærstu menn fá tár í augun :) Mér fannst það ekki leiðnlegt. Það var samt fyndnara að heyra í skólastjóranum fyrir aftan mig segja "Þuríður, ætlaru aldrei að fullorðnast"
Ég og Soffía vorum örugglega einu deit-lausu manneskjurnar í húsinu, og tókum nett biturleika kast út af því, en vorum dauðfegnar stuttu seinna þegar við sáum eitt deit fara gjörsamlega út um þúfur.
Fór heim á skikkanlegum tíma, með rútunni og þónokkuð beina leið upp í rúm að sofa. Svo bara nokkuð tíðindalaust Þorrablót...