Á hverju ári er saumaklúbburinn hennar mömmu með þrettándaboð sem er haldið út á Álftanesi. Saumaklúbburinn samanstendur af "stelpunum" sem voru með mömmu í Menntaskólanum á Ísafirði. Þær koma svo saman þarna "stelpurnar" ásamt fjölskyldunum. Flestir á mínum aldri eru þó löngu hættir að mæta, en ég hinsvegar hef alltaf mætt með mömmu. Um daginn sagði mamma: "ég er búnað ákveða að pína þig ekkert með í þrettánda boðið í ár." Í morgun vaknaði ég svo við það að mamma kom inn og sagði: "Þuríður, þú átt að baka skonsur, þrettánda boðið er í dag og þú kemur með." Það var ekki svo slæmt...........
<< Home