Vaknaði klukkan 8 í morgun til að keyra systur mína í skólann og ÞVÍLÍKT PAIN!. Ég hef nú ekki vaknað svona snemma síðan einhverntímann fyrir jól og ég held jafnvel að það hafi verið í öðru tímabelti. Nú er ég með hausverk og sjúklega þung augnlok, en ég má ekki sofna. Sérstaklega ekki ef ég ætla einhverntímann að sofna í kvöld, því ég þarf að vakna aftur í fyrramálið. Á eftir að strauja smá og þarf að komast í klippingu, einhvernveginn einhversstaðar. Svo þarf ég að koma málum á hreint varðandi komandi frí á norð-austurhorni landsins. Blarg... kannski, ef ég sofna bara pínu ponsulítið og stilli vekjaraklukkuna á 11:15.. og hringi fyrst á klippistofur.... já ég held að það ætti að ganga. Það er allavega mjööööööööööööööög freistandi að kúra mig niðrí rúm þegar ég heyri mömmu sofa í næsta herbergi. Hlutverkin hafa nefninlega snúist við á heimilinu sjáiði til. Grey konan náði sér í flensu, ég held alveg örugglega ekki vírusinn minn. Hún liggur bara upp í rúmi og nú er ég hjúkkan, kannski ekki svo slæmt, ég veit nefninlegast hvað hún gerði ekki nógu vel sem hjúkkan mín, þannig nú get ég bætt um betur :D
En eitt er víst, ég ætla aldrei aldrei aldrei aftur að vakna klukkan 8 bara til að keyra systur mína í skólann, næst tekur hún strætó stelpan, það gerði ég allavega á hennar aldri og fannst það lítið mál... nei bíddu.. ég bjó í Mývatnssveit það var ekki strætó þar...
En eitt er víst, ég ætla aldrei aldrei aldrei aftur að vakna klukkan 8 bara til að keyra systur mína í skólann, næst tekur hún strætó stelpan, það gerði ég allavega á hennar aldri og fannst það lítið mál... nei bíddu.. ég bjó í Mývatnssveit það var ekki strætó þar...
<< Home