sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég er mætt og hef hafið störf enn á ný við Hótel Reynihlíð. Hér eru fastir liðir eins og venjulega fyrir utan fullt af undarlegu fólki sem starfar við þessa kvikmynd, allt yndælisfólk samt sem áður.
Ég er búnað hitta margumræddan Gunna og kærustuna hans hana Kristjönu og þau eru bæði alveg ágætisfólk.
Lenti samt í hrakningum á laugardaginn, fluginu mínu var frestað trekk í trekk og ég beið og beið, komst loksins í loftið klukkan þrjú með þá vitneskju að kannski yrði lent á Húsavík. En þeir ætluðu samt ekki að ákveða það fyrr en þeir væru búnir að reyna að lenda á Akureyri. Pirr... þeir lentu svo á Húsavík, þar var sú frjálslegasta flugvallastemming sem ég hef komið nálægt. Þarna voru 2 flugvélar og fuuullt af farþegum. Að koma og fara, fólk ýmist tók töskurnar sínar úr vélinni eða reyndi að koma þeim um borð. Það var heldur ekkert kallað út í vél, heldur kom bara flustjórinn og sagði: "jæja, nú erum við að fara" og svo bara fylgdi einhver skari honum út í vél. Þetta var mjööög spes. Þessi frestun var samt ekkert alslæm þar sem ég var algjörlega ósofin náði ég að leggja mig pínu á meðan ég beið.
Jæja... ætla að halda áfram að prjóna.