þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Guði sé lof að þessi hálfvitalegi valentínusardagur er búinn. Hann á ekki heima á Íslandi og er bara markaðssetning fyrir blómabúðir og kortaútgefendur.

Síðan á þriðjudaginn í síðustu viku er ótrúlegasta fólk búið að vera að sálgreina mig. Fólk sem ég þekki ekkert og fólk sem ég þekki mjööög mikið. Sálgreind bæði á góðan og slæman hátt, má eiginlega segja að ég hafi komist nær sjálfri mér síðastliðna viku.

1 mars held ég í sveitina og dvel þar um tíma...

...NB tími ekki ákveðinn, fer eftir gleði og hamingjustigi, ég ætti kannski að setja það uppí einhverskonar rit og fylgjast með hvort það fer upp eða niðrá við...

...Ætla að reyna að vinna mér inn einhverja aura, sem ég virðist ekki gera hjá ÍTR. Planið er svo að koma heim í apríl og eyða péningunum sem ég vann mér inn í mars :D (Mamma: þetta er ekki satt, 85% fer beint inn á bankabók og verður notað næsta vetur þegar ég verð orðin fátækur námsmaður)

Mars þá planaður, ekki apríl og ekki maí... fjúff... frekar óþægilegt. Fann mér hinsvegar til mikillar skemmtunar nokkrar bækur til að glugga í, er reyndar búnað liggja yfir þeim frammá nætur undanfarið, svo ég hef að minnsta kosti eitthvað að gera og kem einhverju inn í heilabúið á mér í leiðinni.

Ein spurning sem ég er búin að vera að velta fyrir mér... á ég að hætta því sem ég er að gera eða breyta því?