þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Nú er nóg komið! Þetta er farið að minna óneitanlega á Móðuharðindin og verður líklega seinna meir kallað Móðuharðindin síðari. Hérna í Laxakvíslinni sést varla á milli húsa og ég get ekki sagt að það sé einstaklega upplífgandi að vakna þegar maður sér ekki út fyrir gluggann. Mig langar ekkert út og er virkilega að íhuga að sitja bara hérna í allan dag vafin inn í þetta líka yndislega flísteppi.

Prjónaskapurinn gengur ekki alveg sem skyldi, enda er ég ekki byrjuð, bíð þess vegna spennt eftir að komast í sveitina til ömmu til að fá leiðbeiningar við þetta nýja tómstundargaman mitt. Á laugardaginn, búið að flýta brottför minni úr höfuðstaðnum, jámms... þá mun ég hefjast handa og þá fær mig ekkert stöðvað við framleiðslu á prjónafatnaði.

Ætla í leikhús á föstudaginn með Heiðbrá, kannski Evu ef hún fær fjárstyrk. Ég hlakka til.

Eitt enn... er virkilega sælla að gefa en að þiggja?